Um verkefnaskil

 

Þegar þú skilar af þér skjölum til annarra, eins og t.d. verkefnum sem þú vinnur í tengslum við nám þitt, er sniðugt að huga aðeins að skjalaforminu og nafni skjalsins.

1) Í fyrsta lagi er sniðugt að skila skjalinu á þannig formi að aðrir eiga erfitt með að breyta skjalinu. PDF skjöl eru þar algengt og viðurkennt form, og sniðugt að halda sér við það. Flest forrit geta vistað skjöl sem PDF skjöl (Save As… og velja svo  PDF úr felli listanum “File type”) Ef sá möguleiki gefst ekki er vert að prófa prentskipunina og velja “prentara” sem heitir eitthvað sem inniheldur PDF, ef það vantar þá má sækja slíkan hugbúnað hér.

2) Þá er að huga að nöfnum skjalanna sem þið útbúið og skilið þannig að þegar kennari sækir skjölin fari ekki milli mála hver á skjalið. Það skapar ómælda vinnu fyrir kennara að þræða sig í gegnum fjölda skjala sem hafa flest nöfn sem líkjast þessu: „Ritgerðin.doc“!

Sem sagt:
1) Temjið ykkur að skila verkefnum alltaf á PDF formi
2) Gefið skjölunum gagnsæ nöfn, með ENGUM íslenskum stöfum.
Dæmi: NafnidThitt-Verkefni.pdf, eða 
HrobjarturArnason-Ritgerd.pdf