Umbætur á rétti til að ljúka námi samþykktar

Fulltrúar Frjálslynda flokksins, Hægriflokksins, Kristilega þjóðarflokksins og Framfarflokksins í Noregi eru samála um nýjar umbætur á menntun á framhaldsskólastigi. Umbæturnar á rétti til að ljúka námi eru umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á menntun á framhaldsskólastigi síðan á tíunda áratug síðust aldar.

 
Mynd: Jeswin Thomas Mynd: Jeswin Thomas

Bakgrunnur umbótanna er að það verður sífellt erfiðara að fóta sig á vinnumarkaði skorti nám á framhaldsskólastigi. Umbæturnar felast í breytingum á rétti til þess að ljúka námi innan fyrri þriggja ára tímatakmarka.

Sveitarfélögin í fylkjunum og skólunum verður falin aukin ábyrgð á nemendum sem ekki ná prófi í fyrstu tilraun og þess er vænst að komið verði á betur aðlöguðum námsleiðum frá upphafi námsferlis hvers einstaklings.

Meðal markmiða er að fækka nemendum sem samkvæmt núverandi reglum missa réttinn til náms sem fjármagnað er af hinu opinbera. Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar í Noregi á það við um allt að 5.500 nemendur ár hvert.

Annað markmið umbótanna felst í að nemendum verði veittur lengri tími til þess að dýpka þekkingu sína og framkvæmd fags- og tímaskiptingu á að byggja á breiðri yfirferð.

Mikilvægir þættir í umbótunum:

 
  • Allir sem hefja nám á framhaldsskólastigi eiga rétt á að ljúka starfsnámi eða námi sem leiðir til rétt til náms á háskólastigi
  • Skylda til árangurs snemma í námi á framhaldsskólastigi
  • Betur aðlagaður námsferill
  • Allir nemendur sem hafa búið um skamman tíma og skortir kunnáttu í norsku eiga að fá tilboð um aðlögun áður en þeir hefja nám á framhaldsskólastigi
  • Fjölga skal nemaplássum
  • Tækifæri til að ljúka fleiri fagbréfum
  • Réttur til vinnustaðanáms eða að fá jafngilt tilboð
  • Rýmkaður réttur fullorðinna til þess að snúa aftur í nám á framhaldsskólastigi, ná prófum og ljúka námi.
  • Áfangaskipulag sem meginlíkan náms fullorðinna
  • Aukin tækifæri til dýpkunar, viðeigandi fræðslu og valmöguleika

Þá á einnig að efla starfsmenntun með rétti nemenda til vinnustaðanáms eða tilboðs sem er jafngilt því, til þess að fjölga þeim sem ljúka námi á framhaldsskólastigi með fag- eða sveinsbréfi. Fyrsti kosturinn á að vera að útvega tækifæri til hefðbundins vinnustaðanáms. Til þess að mæta skorti á nemaplássum óskar norska ríkisstjórnin að þeir sem ekki fá tækifæri til vinnustaðanáms eigi að fá betra tilboð enn að bíða eftir plássi. Til þess að gera þetta vinnur ríkisstjórnin í samstarfi við sveitarfélögin, aðila atvinnulífsins, samtök kennara og nemenda við að þróa besta mögulega tækifærið. Markmiðið er að nemendur eigi að vera öruggir um að þeir geti lokið námið og fengið fag- eða sveinsbréf að loknu námi.

Lesið meira um umbætur á rétti til þess að ljúka námi hér