Umbótum á skipulagi sveitarfélaga og þjónustu miðar áfram

 

Á sviði alþýðufræðslunnar gætir áhrifanna helst í rekstri borgarastofnana á vegu sveitarfélaganna. Sveitarfélögum hefur fækkað úr 432 síðan árið 2005 í 348. Samtímis þessum niðurskurði hefur borgarastofnum fækkað um 20. Nú eru 206 borgarastofnanir en þeim hefur fækkað um næstum því áttatíu stofnanir á tíunda áratug síðustu aldar. Í stað þeirra hafa bæði staðbundnar og svæðisbundnar stofnanir stækkað.
Á sviði iðn- og starfsmenntunar hafa fjölmargar stofnanir sameinast. Grundvöllurinn að umbótum á því sviði eru viðmið um að til þess að stofna megi iðn- og starfsmenntaskóla verði að vera að minnsta kosti 50.000 íbúar á svæðinu.
Sameining sveitarfélaga hófst 2005 og ferlinu á að ljúka 2012. Markmiðið er að koma á laggirnar lífandi, virku og samhæfðu skipulagi sveitarfélaga auk þessa að skapa kerfi sem gerir kleift að veita víðtæka og hagkvæma þjónustu á landinu öllu.
Meira... (pdf)