Umbótum á starfsmenntanámi fylgja aðgangsskilyrði og nýjar námsbrautir

Þann 24. febrúar 2014 samþykkti danska ríkisstjórnin með breiðum meirihluta á þinginu, allir flokkar nema Enhedslistinn, umbætur á starfsmenntun. Umbæturnar eru þáttur í markmiði ríkisstjórnarinnar um að árið 2020 hafi unglingum sem velja starfsmenntun fjölgað um fjórðung.

 

Umbæturnar fela meðal annars í skilyrði um að hafa staðist próf í bæði dönsku og stærðfræði í grunnskólanum til þess að mega hefja starfsnám. Auk þess verða til tvær nýjar námsbrautir; annars vegar starfsmenntun fyrir þá, sem eru eldri en 25 ára og með að minnsta kosti tveggja ára starfsreynslu,  staðlað nám án aðfararnáms og starfsþjálfunar, og  hins vegar samhæft nám fyrir ungt fólk á aldrinum 15-24- ára sem skortir nauðsynlega faglega, félagslega eða persónulega færni til þess að ljúka starfsmenntun eða stúdentsprófi. Þar að auki verður opnað fyrir námsbraut þar sem ungt fólk samfara starfsnámi getur lokið stúdentsprófi. 
Danska alþýðusambandið og samtök atvinnulífsins hafa fagnað umbótunum, bæði  skilyrðum til að hefja starfsnám og tækifærum til þess að ljúka stúdentsprófi samhliða starfsnámi. 

Meira um umbæturnar á: Uvm.dk
Samningurinn: PDF