Umfangsmiklar fjöldauppsagnir í háskólum

Ákvarðanir finnsku ríkisstjórnarinnar um niðurskurð bitna harkalega á finnskum háskólum.

 
Um allt landið hafa farið fram samtals 25 samningaumleitanir háskóla  er  varða fækkun starfsfólks um 4.000 manns.
Háskólinn í Helsinki verður harðast úti. Á næstu tveimur árum verður starfsfólki þar fækkað um 1000 manns. Rúmlega helmingi þess verður sagt upp. Sí- og endurmenntunarmiðstöð háskólans sem meðal annars sinnir símenntun kennara á að verða sjálfstætt hlutafélag.
Um það bil 8.000 manns voru við störf við Háskólann í Helsinki við lok árs 2014.