Umfangsmiklar umbætur sameina tilboð um undirbúningsnám fyrir unga fullorðna í Danmörku

Þriggja ára starf nær hámarki í ágúst 2019, þegar 27 nýjar stofnanir ásamt tilheyrandi 88 skólum opna dyr að nýju undirbúningsnámi fyrir ungt fólk í Danmörku. Eldri stofnunum verður lokað og sex lög sameinast í ein sem eiga að tryggja að framvegis muni fleira ungt fólk ljúka námi á framhaldsskólastigi áður en það nær 25 ára aldri.

 
Ljósmynd: uvm.dk Ljósmynd: uvm.dk

Árið 2015 gerði Danska rannsóknamiðstöðin á sviði velferðarmála hagkvæmnigreiningu á tilboðum fyrir ungt fólk á jaðri menntunar eða atvinnu. Í greiningunni kom fram augljóst tækifæri til betrumbóta. Annarsvegar voru tilboðum sveitarfélaganna beitt á handahófskenndan hátt og hinsvegar var vandkvæðum bundið að mæla nákvæmlega hvað ungafólkið fékk útúr ákveðnum tilboðum. Árangurinn varð, að næstum því  50.000 manns. ungt fólk undir 25 ára aldri var án atvinnu, hafði hvorki lokið námi á framhaldsskólastigi né heldur var í námi. Afleiðingin af þessu dapurlegu niðurstöðum var að danska ríkisstjórnin skipaði sérfræðingahóp sem var falið að kanna hvernig bæta mætti tilboð fyrir unga fólkið.

Árið 2016 barst skýrsla hópsins, sem innihélt greinilega stefnu, inn á borð ríkisstjórnarinnar.  Koma ætti á laggirnar spánýju námi, sem sameinaði sex núverandi tilboð fyrir fólk undir 25 ára aldri, þar með fjölsmiðjur samhliða námi í framhaldsskóla (KUU), grunnám starfsmenntagreina (EGU), almenna fullorðinsfræðslu (AVU), undirbúning fullorðinsfræðslu (FVU) og nám fyrir fullorðna með lesblindu (OBU). Aldrei fyrr hefur danska menntamálaráðuneytið gert jafn umfangsmiklar umbætur, segir Stig Nielsen, sérfræðiráðgjafi á sviði undirbúningsnáms fyrir fullorðna en það er nafnið sem nýja námið fékk, í menntamálastofnun.   

– Þetta hefur verið gríðarleg vinna, sem hingað til hefur staðið í þrjú ár. Til allrar hamingju líst flestum vel á hugmyndina. Við höfum reynt að koma í veg fyrir ferkantaða hugsun og að þörf verði fyrir að lappa upp á kerfið eftir á og fyrir okkur var athyglisvert að þjóðþingið var sammála um að samþykkja lögin um FGU, ný námsmarkmið og aðgerðir sveitarfélaganna fyrir ungt fólk. Allir flokkar studdu samstæðuna í heild. Það er góð undirstaða fyrir frekari vinnu okkar. Við höfum vissu fyrir að við njótum stuðnings þjóðþingsins sem á vissan hátt gerir okkur auðveldara fyrir. Þess vegna er rödd okkar sterkari þegar við ræðum þessi mál, útskýrir hann.

Hægt að velja á milli þriggja leiða

Á meðan vinnan við færni kennara, námsskrár og samsetningu starfsfólksins fer fram, er þó ljóst að FGU mun fela í sér þrjár leiðir sem unga fólkið getur valið á milli.

- Almenn grunnmenntun, fjölsmiðjugrunnmenntun og grunnmenntun starfsgreina.  Ætlunin er að þessar þrjár leiðar verði í boði við allar 27 miðstöðvar, jafnframt eiga allir nemendur að hafa aðgang að sérkennurum og ráðgjöfum. Leiðirnar eiga það sameiginlegt að kennslan á að vera  framkvæmanleg, og hlutstæð, og jafnframt á að meta alla nemendur útfrá námsskrá hverrar leiðar.

– Það er mikilvægt að þetta verði ekki „tómstundaheimili“. Unga fólkið vill gjarnan að gerðar séu kröfur til þeirra og þau vaxa þegar þau ná markmiðum sem þau héldu að þau gætu ekki náð.  Auðvitað verður að vera rými til þess að þroska félagslega færni en það er mikill misskilniangur að gera ekki kröfur til ungafólksins, segir Stig Nielsen. 

unge fgu.jpg  
Ljósmynd: uvm.dk

Nemendurnir munu fá inngöngu í námið með mati á greiningu á markhópnum sem gerð verður af ráðgjöfum á sviði ungmennastarfi í heimasveitarfélagi hvers og eins. Í ráðuneytinu er þess vænst að um sé að ræða rúmlega 14.000 heilsársnema, eða sem svarar til þess að 12.000 einstaklingar fari í gegnum FGU-miðstöðvarnar á 12 mánaða tímabili.
 

Kennarar og stjórnendur þurfa að búa yfir nýrri hæfni

Til þess að nýja námið nái árangri, er nauðsynlegt að kennarar þvert á fyrri mörk og kennslufræðileg prinsipp finni nýjar leiðir til samstarfs um uppeldisstarfið. Kennararnir munu fyrst og fremst koma úr röðum þeirra sem hafa starfað við fjölsmiðjur og fullorðinsfræðslumiðstöðvar. Eins og kunnugt er búa einstaklingar úr báðum hópunum yfir mikilli hæfni hver á sínu sviði munu þeir þurfa að starfa saman innan nýs ramma og það krefst virks samstarfs á milli verkstæða, almennrar kennslu og sérfræðiaðstoðar. Af þeim sökum hefur menntamálaráðuneytið hafið samstarf við danska fagháskóla, þeir eiga nú að byggja upp þekkingu á þessu sviði og bjóða upp á námskeið og til langs tíma sérstaka menntun sem ætluð veður FGU kennurum, útskýrir Johan Linde, ráðgjafi í menntamálaráðuneytinu.

– Fyrsti hluti vinnunnar í fagháskólunum felst í því að sýna fram á og útskýra þau 15 uppeldislögmál sem samráðshópurinn hefur samþykkt. Á grundvelli þeirra eiga fagháskólarnir að þróa færniþróunarferli fyrir uppeldis- og kennslufræðilega stjórnendur og starfsmenn. Í vor verður stjórnendum kennslu boðið upp á stutt ferli sem á að gera þá hæfa til þess að tileinka sér nýja kennslufræði og að auðvelda þeim undirbúning og kennslu í tengslum við að nýju stofnununum verður komið á fót.  Í kjölfarið fylgir röð af færniþróunarferlum ætluð bæði stjórnendum og starfsfólki allt til loka 2022.    

Auk starfsmanna í menntamálastofnuninni sitja einnig fulltrúar frá Fagháskólanum í Suður Danmörku, Fagháskólans í Kaupmannahöfn og VIA fagháskólanum í samstarfshópnum sem á að sjá til þess að FGU fari vel af stað og tryggja sambærilega þróun miðstöðvanna um allt land.

FGU í samkeppni við atvinnuvegaráðuneytið

Þrátt fyrir að flestir séu sáttir við umbæturnar í heild, gætir nokkurs ótta um hvort sveitarfélögin leiti uppi nægilega margra sem FGU tilboðið hentar.  

– Einmitt það er meðal þess sem vekur eftirvæntingu. Við væntum þess að sveitarfélögin grípi tækifærið og skili nemendum, svo miðstöðvarnar verði öflugar og um þessar mundir verðum við vör við mikinn áhuga meðal borgarstjóra og annarra sveitarstjórnarmanna um að taka sæti í nýju stjórnunum. Ég tel það góðs viti. Ef áhuginn er fyrir hendi, þá mun hann einnig hafa áhrif á fjölda nemenda. En auðvitað, telja efnahagslegir hagsmunir líka. Nú eru fullorðinsfræðslumiðstöðvarnar ókeypis fyrir sveitarfélögin og það skiptir augljóslega máli, seigir Stig Nielsen.

Samtímis á FGU að virka í samkeppni við aðgerðir sveitarfélagannanna til þess að koma ungu fólk í atvinnu. En hann bendir á að það sé mikill munur á hver árangurinn verði þegar til langs tíma verður litið. 

– Í aðgerðum sem hafa það að markmiði að koma fólki í vinnu er venjulega litið til skemmri tíma og ódýrari aðgerða en FGU-ferlis. Meginmarkmiðið er að tryggja, að þátttakendur endi sem fyrst ferlið við atvinnuleit. Nám hefur víðari menntunarmarkmið sem veita nemendum ekki einungis undirstöðu til þess að vera hluti vinnuafls heldur einnig til virkni í lýðræðissamfélagi. Þetta er grundvallarmismunurinn á atvinnuaðgerðum og námi. Tilboð okkar felur þar að auki í sér, að til langs tíma verður til stétt nýrra stjórnenda og kennara sem sérhæfa sig einmitt í vinnu með þessum  markhópi.  Venju samkvæmt er fólk sem tilheyrir þessum hópi krefjandi vegna þess að vandi þeirra er sjaldan einsleitur og oftar en ekki þurfa þau að kljást við fleira en eitt vandamál. Með FGU munum við skapa nýja faggrein, sem andstætt því sem er í dag, mun þróast á grundvelli fagrannsókna og markvissrar færniþróunar sem mun koma bæði einstaklingum og samfélaginu til góða, staðhæfir Stig Nielsen. 

Staðreyndir: Ný markmið fyrir starf með ungu fólki í Danmörku

Einn þáttur í umbótunum er að tilboði til ungs fólks í Danmörku hefur verið breytt. Nú er markmiðið að að minnsta kosti 90 prósent þeirra sem náð hafa 25 ára aldri hafi lokið námi á framhaldsskólastigi og að helminga fjölda þeirra sem hvorki eru í námi eða á vinnumarkaði.  Fram til þessa var haft til hliðsjónar markmið um menntun 95 prósenta að loknum grunnskóla með öðrum orðum þegar unga fólkið var um það bil 40 ára. Nýja markmiðið felur í sér að unga fólkið eigi að ljúka námi á framhaldsskólastigi á meðan það enn er ungt.   

Viltu vita meira um FGU á dönsku?

Á heimasíðu danska menntamálaráðuneytisins geturðu fengið miklu meiri upplýsingar um uppbyggingu FGU skipulag, fagsvið og námsskrár og annað. 

 Hér má lesa aðra grein um FGU