Umræður um færni í atvinnulífin í Þórshöfn á Færeyjum

Beita þarf heildrænni nálgun, tengslamyndun og samstarfi við nám í og fyrir atvinnulífið.

 

Þetta var meginboðskapurinn sem þátttakendur tóku með sér af vettvangi þegar skýrsla netsins um færniþróun í og fyrir atvinnulífið var kynnt og rædd á málþingi í Þórshöfn á Færeyjum sumardaginn fyrsta, þann 20. apríl sl. 

Um það bil 60 fulltrúar frá atvinnurekendum, launþegasamtökum, atvinnulífsins, fræðsluaðilum og stjórnvöldum sátu málþingið. Tilmælin í skýrslunni hlutu góðar undirtektir og fram kom að bæði færeyskir frummælendur og þátttakendur töldu að áskorunum varðandi atvinnulíf framtíðarinnar yrðu allir aðilar að takast á við í sameiningu. Það krefðist breytinga á skólakerfinu, samhæfingar og samstarfs. Ítrekað var lögð áhersla á að það sé löngu tímabært að aðilar atvinnulífsins og yfirvöld setjist saman og stefni markvisst að því að koma á samstarfi um færniþróun, fullorðinsfræðslu, raunfærnimat, ævimenntunar og náms- og starfsráðgjöf. Umræður um þetta hafa á umliðnum áratugum átt sér stað en brýn þörf er fyrir aðgerðir og leit að lausnum. Beinskeytt tilmæli skýrslunnar geta skapað góðan grundvöll undir þá vinnu.