Umræður um þróun menntunar í Færeyjum

 
Umræðurnar beindust einkum að ónægri menntun kennara, ófullkomnum bókasöfnum og lélegs almenns aðbúnaðar í skólunum, sem ástæðum þess að menntun nýtur lítillar virðingar í  Færeyjum. Þá er staðreyndin einnig sú, að langur vegur er frá framleiðslusamfélagi þar sem flestir fást við fiskveiðar og fiskvinnslu til nútíma þekkingarsamfélags. Þess vegna munu Færeyingar leggja meiri áherslu á skólann og kennaramenntun í framtíðinni.  
Ennfremur á að styrkja stoðir háskólamenntunar. Sameina á Hjúkrunarskólann og Kennaraháskóla Færeyja háskólanum í Færeyjum, Fróðskaparsetur Føroya (http://setur.fo/en/university/).
Sameina á allt húsnæði háskólans undir eitt þak.

 

Heimild: Tjaldur tíðindi 2008, útgefið af Tjaldi – vináttufélagi Finnlands og Færeyja. Text: Martina Huhtamäki