Umtalsverð fjölgun umsókna um kennaranám

Umsækjendum um kennaranám sem fyrsta val fjölgar umtalsvert þriðja árið í röð. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Háskólaráðinu sem birtar voru nýlega.

 

Tölur sýna:
• Fjöldi þeirra sem sækja um kennaranám sem fyrsta valkost er yfir 22 000. Aukningin nemur 12 % síðan á síðasta ári og þriðja árið í röð sem umsækjendum fjölgar umtalsvert.
• Umsækjendum fjölgar einkum í námi kennara sem ríkisstjórnin auglýsti verðlaun fyrir að afloknu prófi eða fagkennara í stærðfræði/no/tækni en þar nemur fjölgunin um 30 % og á sviði sérkennslu nemur aukningin 37 %

- Áhugi á kennarastarfinu eykst vegna þess að gripið hefur verið til ákveðinna aðgerða til þess að efla stöðu kennara, bæta kjör, hrinda í framkvæmd endurbótum á stöðu yfirkennara, efla réttindi kennara og koma á nýju námi fyrir kennara, segir Jan Björklund menntamálaráðherra. 

Nánar: www.regeringen.se/sb/d/18276/a/238967