Undirstöðufærni nýtur vinsælda

 

Samkvæmt áætlun norsku ríkisstjórnarinnar um undirstöðufærni í atvinnulífinu (Program for basiskompetanse i arbeidslivet, BKA) verður 20 milljónum norskra króna, eða 216 milljónum íslenskra, úthlutað til 70 fyrirtækja í Noregi. Peningunum verður varið til þess að veita grundvallarfræðslu í lestri, ritun, reikningi og notkun upplýsingatækni. Alls sóttu rúmlega 200 fyrirtæki um samtals 78 milljónir norskra króna til áætlunarinnar í ár.

– Umsóknum hefur fjölgað mikið síðan í fyrra og við fögnum því. Það er ekki síður athyglivert að flestir umsækjenda eru að sækja um í fyrsta skipti, segir Turid Kjølseth, framkvæmdastjóri Vox
Fjármunir til áætlunarinnar voru á fjárlögum ársins 2006. Þekkingarráðherra Noregs, Øyistein Djupedal, er sannfærður um að áætlunin hafi mikil áhrif á samfélagið.
– Áætlunin skiptir miklu máli bæði fyrir einstaklingana og fyrirtækin sem eru með, segir Djupedal. Hann vísar til þess að atvinnulífið einkennist af hraðri tækniþróun og aðlögun og að það hafi í för með sér sífellt meiri kröfur til vinnuveitenda.
 – Að geta lært og tileinkað sér nýja þekkingu verður æ mikilvægara. Fyrir fyrirtækin er undirstöðufærni ekki síður mikilvæg til þess að koma á breytingum og innleiða nýja tækni. Skortur á undirstöðufærni getur komið í veg fyrir nýsköpun og þróun, segir Djupedal.

Allir landshlutar

Fyrirtæki úr öllum landshlutum hafa fengið úthlutun. Flest fyrirtæki sem fá styrki eru í Hordaland (9) og Oppland (7).
Meiri hluti þeirra fyrirtækja sem fengu styrki ætla að hefja fræðslu í undirstöðufærni, þar næst er fræðsla sem sameinar lestur og ritun með tölvufærni. Upphæð styrkjanna var á bilinu 15 þúsund til 900 þúsund norskar krónur, umsóknir sem bárust voru bæði frá einyrkjum og stórum fyrirtækjasamsteypum með mörg hundruð þátttakendum í námskeiðum.  

Mikill áhugi meðal sveitarfélaganna

Flestar úthlutanir féllu til fyrirtækja innan sveitastjórnageirans (19) og í matvælaframleiðslu (10). Fast á eftir fylgdu framleiðslufyrirtæki (9) og fyrirtæki í heilbrigðis- og umönnunargeiranum (9).

Nánari upplýsingar veita
Kontaktpersoner

Turid Kjølseth, framkvæmdastjóri Vox sími + 47 23 38 13 10/93 43 93 62
netfang: turid.kjolseth(ät)vox.no
Tom Sørhus, aðstoðar framkvæmdastjór  Vox, sími 47 23 38 13 42/93 43 93 14
netfang: tom.sorhus(ät)vox.no