Unglingum lofað starfi

 
Í upphafi ársins 2007 fækkaði atvinnulausum unglingum í Svíþjóð en þeir eru þrátt fyrir það fleiri þar en á hinum Norðurlöndunum.
Ríkisstjórnin leggur til að unglingum á aldrinum 16 til 24 ára verði tryggt starf. Ef þingið samþykkir tillöguna tekur tilboðið gildi frá og með 1. desember nk.
Atvinnutryggingin: Unglingum á aldrinum 16 til 24 ára verði tryggð vinna í þrjá mánuði ef þeir skrá sig atvinnulausa hjá svæðisvinnumiðlun. Á aðlögunartímagili fá þátttakendur sérstakan stuðning. Í framhaldinu á að fylgja ráðningarferlinu eftir með starfsþjálfun eða námi.
Þátttaka í vinnutryggingunni er afmarkast við mest 15 mánuði eða þar til þátttakandi verður 25 ára. Að loknum 15 mánuðum í starfi á starf- og þróunartilboð að taka við. Hafni umsækjandi tilboði um starf missir hann réttinn til atvinnuleysisbóta við áframhaldandi atvinnuleysi.
Meira http://utbildning.regeringen.se/sb/d/8187/a/83424