Ungmennalandsþingið kom saman

 

Ungmennalandsþingið kom saman á fundi frá fimmtudegi 12. til sunnudagsins 15 febrúar. 

Markmið ungmennalandsþingsins er er tvíþætt, annars vegar að undirbúa unga fólkið undir lýðræðið og hins vegar að frá fram tillögur sem hægt er að nýta í stefnumótun í mennta- og atvinnumálum.

Ungmennalandsþingið hefur þingað á hverju ári frá því 2003 og það situr ungt fólk á aldrinum 18 – 24 ára.

Árið 2013 beindust sjónir að tungumálakröfum og skilyrðum en 2015 að menntun og vinnumarkaði.

Á ungmennaþinginu var meðal annars rætt um mögulega valkosti til þess að fá atvinnuleitendur í vinnu. 31 ungmenni á aldrinum 18 og 24 år sátu ungmennaþingið, umræðurnar voru sendar í beinni útsendingu á  KNR 2 (Stöð 2 í grænlenska sjónvarpinu). Frá því í október 2014 hefur verið hægt að taka þátt í umræðum á netinu um fésið og á sérstakri heimasíðu www.inu.gl um baráttuna við atvinnuleysi ungmenna.

25 ungmenni eru úr bæjum og byggðum fyrir utan Nuuk.  Meðal ungmennanna eru ekki aðeins fulltrúar menntastofnana heldur einnig af vinnumarkaði. Ungmennalandsþinginu lauk með því að formanni Inatsisartut (Landsþinginu) og formanni Naalakkersuisut (Landsstjórninni) voru afhentar ályktanir frá þinginu.

http://www.inatsisartut.gl/wwwinugl-aktiv-kampagneperiode/debatter.aspx

http://www.inatsisartut.gl/media/28101/UP15%20Plakat_DA.pd

http://inu.gl