Unnið að skipulagi raunfærnimats

Í Færeyjum beinast sjónir að raunfærnimati, þar verður í upphafi sérstök áhersla á starfsmenntun.

 

Af því tilefni var haldin námsstefna í Þórshöfn dagana 31. ágúst til 1. september með um það bil 40 þátttakendum, fulltrúum starfsmenntunar og aðila atvinnulífsins. Gestafyrirlesarar voru Haukur Harðarson frá Fræðslumiðstöð Atvinnulífsins og Edda Jóhannesdóttir frá Iðunni í Reykjavík sem veittu þátttökundum innsýn í hvernig raunfærnimat á móti námskrám starfsmenntunar hefur verið þróað, skipulagt og framkvæmt á Íslandi. Greinlegt var að sérstök áhersla var á íslenska kerfið en jafnframt voru stutt innlegg frá færeyskum aðilum sem m.a. hafa framkvæmt tilraunaverkefni á sviði raunfærnimats, um aðkomu yfirvalda að raunfærnimati, æviráðgjöf auk erindis um samhæfingu fullorðinsfræðslu á Færeyjum. Næsta markmið á sviði raunfærnimats er að mennta ráðgjafa og fagfólk sem kemur að raunfærnimati.

Nánar um raunfærnimatsmálþingið og fyrirlestrana

 og fréttatilkynningu á heimasíðu ráðuneytisins