Úthald er mikilvægur þáttur í fullorðinsfræðslu

Að tileinka sér grunnleikni á fullorðinsaldri getur verið langt ferli.

 

Auk kennslu og setu á námskeiðum krefst það endurtekinna æfinga og að missa ekki sjónar af markmiðinu í hversdagslífinu. Það krefst úthalds að leggja stund á nám.  

Danska námsmatsstofnunin, EVA hefur varpað ljósi á hve mikilvægt það er fyrir fullorðna að halda út og hvernig leiðbeinendur og aðrir geta eflt úthald fullorðinna þátttakenda í námsferlinu. Sérstök áhersla er lögð á þrjá mikilvæga þætti:

  1. Setjið einstaklingsmiðuð markmið
  2. Veitið mat og endurgjöf  
  3. Vinnið með einstaklingsbundna nálgun við kennsluna.

EVA hefur gefið út hefti um úthald og þangað geta kennarar sótt sér innblástur jafnframt yfirliti yfir rannsóknir um úthald. Hægt er að nálgast bæði heftin. ”Styrk voksnes vedholdenhed. Inspiration til lærere”. 

Litteraturstudie om vedholdenhed