Úttekt á starfsemi Háskólans í Færeyjum

 

Forsenda sérfræðingahópsins var „Við metum til að þróa“ Árangur vinnunnar, sem er fyrsta ytri úttektin á Háskólanum í Færeyjum, var birt á fundi hjá mennta-, vísinda- og menningarmálaráðuneytinu þann 13. janúar sl.

Úttektin á Háskólanum í Færeyjum – Fræðasetri Færeyja, fór fram á tímabilinu 2013 – 2014 að frumkvæði  mennta-, vísinda- og menningarmálaráðuneytisins og í nánu samstafi ráðuneytisins og Fræðasetursins. Úttektin var gerð af hópi sérfræðinga, lagaprófessor dr. jur. Linda Nielsen, Kaupmannahafnarháskóla (formaður), prófessor, PhD Jóni Torfa Jónassyni, Háskóla Íslands, og  prófessor, Dr. phil. Jürg Glauser, Háskólanum í Zürich og Háskólanum í Basel. Séfræðingahópurinn telur að Háskólinn í Færeyjum skili góðu starfi miðað við aðbúnað, en jafnframt sé unnt að hrinda í framkvæmd ýmsum aðgerðum til þess að efla aðdráttarafl skólans og áhrif hans í færeysku samfélagi. 

Lesið úttektarskýrsluna hér 

og frásögn af blaðamannafundinum hér