Vel menntað starfsfólk grunnurinn að samkeppnishæfni fyrirtækja

Vel menntað og þjálfað starfsfólk er grunnur að samkeppnishæfni fyrirtækja og liður í því að auka framleiðni þeirra.

 
Því þarf menntastefna að vera í takt við atvinnustefnu þjóðarinnar til að tryggja verðmætasköpun samfélagsins. Samtök í atvinnulífinu standa fyrir fundaröð undir yfirskriftinni: Menntun og mannauður.  A fundinum þann 16. febrúar var fjallað um hvernig raunfærnimat getur gagnast fyrirtækjum.  Aðilar vinnumarkaðarins eru að hefja vinnu svo hægt sé að meta nám eða raunfærni eftir tiltekinni aðferðafræði og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs SA, fór yfir stöðuna í ljósi nýrra kjarasamninga. Þá fjallaði Haukur Harðarson, sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins um hæfnigreiningu starfa og Ólafur Jónsson, sérfræðingur hjá Iðunni ræddi um mat á hæfni erlends starfsfólks.
Viðtal við Þorgerði Katrínu um fundinn á vef Viðskiptablaðsins hér