Velheppnuð áhersla á aðlögun

Þátttakendur hvaðanæva af Norðurlöndum hópuðust til Bergen til þess að fjalla um aðlögun og sjálfbærni í tvo viðburðaríka daga.

 

Norðmenn ákváðu í formennskuáætlun sinni fyrir Norrænu ráðherranefndina að setja umræður um sjálfbærni framarlega í forgangsröðina. Með vinnustofum, panelumræðum, námsheimsóknum og aðalfyrirlestrum var ljósi varpað á málefnið frá mörgum sjónarhornum. Gengið var út frá þremur megin forsendum: Þýðing og hlutverk tungumálsins, forsendur fyrir að aðlagast vinnumarkaði og samfélaginu réðu umræðum, en grundvöllur umræðnanna var nám og hlutverk þess í aðlögunarferlinu. Engar háfleygar yfirlýsingar komu fram því ráðstefnan snérist frekar um hlutbundnar lausnir og raunverulegum áskorunum og sameiginlegar lausnir. Í ljós kom að ýmislegt er varðar aðlögun sem við gætum deilt er þegar til á Norðurlöndunum. Mikið efni frá ráðstefnunni er á vefnum og nýtt bætist við á hverjum degi.  

Meira