Verkefnið Migration 2020 hvetur til umræðna um framtíðina

 

Meginþættir stefnunnar varða hvernig hægt er að auka atvinnuþátttöku innflytjenda og hverskonar aðflutningur verður nauðsynlegur í Finnlandi árið 2020. Stefnan á einnig að stuðla að uppbyggingu umburðarlynds, öruggs og fjölmenningarlegs Finnlands og styrkja samkeppnisstöðu Finna á alþjóðamörkuðum.
„Mikilvægasti hluti ferilsins við undirbúning stefnunnar eru hugarflugsfundir með hagsmunaaðilum og samskiptin um ferlið eftir mismunandi boðleiðum“ er haft eftir verkefnastjóranum Pentti Visanen. Stefnan verður væntanlega lögð fyrir ríkisstjórnina til samþykkis á vordögum 2012.

Meira: www.intermin.fi/sv/utveckling/migration_2020