Verkfærakista fyrir ráðgjöf á vinnustað

Nýlega var heimasíða með verkfærakistu fyrir ráðgjöf á vinnustað sett í loftið.

 

Verkfærin eru sérstaklega ætluð þeim sem sinna náms- og starfsráðgjöf.

Verkfærakistan er afurð tveggja ára Erasmus+ verkefnis sem bar enska heitið Worklife Guidance - Development of guidance and counseling in the workplace.  Samstarfsaðilar í verkefninu voru frá: Austurríki, Finnlandi, Hollandi og Svíþjóð, Markmið verkefnisins var að safna saman og þróa aðferðir til þess að greina þarfir fyrirtækja og hvetja starfsmenn til að þróa færni sína. Nánari upplýsingar um verkefnið og samstarfsaðilana er að finna á heimasíðunni: Worklife Guidance! https://worklifeguidance.wordpress.com/

Verkfærakistan á vefnum

Heimasíða verkefnisins