Verkfæri til að meta raunfærni

 

Samband alþýðufræðsluaðila hefur um margra ára skeið unnið með raunfærni og m.a. átt drjúgan þátt í samvinnu um þróun á rafrænum lausnum til þess að lýsa og staðfesta raufærni sem fólk hefur aflað sér með starfi í frjálsum félagasamtökum. Þróunarvinnan var gerð að beiðni menntamálaráðuneytisins.
Markmiðið með lausninni er að greina og lýsa persónulegri lykilfærni, (félagslegri færni, námsfærni o.s,frv.) sem er sérstaklega mikilvæg á vinnumarkaðnum og innan menntakerfisins en talið er að erfiðara sé að henda reiður á en faglega færni. Stærsti kostur verkfærisins er að það auðveldar fólki að koma orðum yfir persónulega lykilfærni á þann hátt að einstaklingurinn verði sér meðvitaður um færni sína og geti nýtt hana til frekari menntunar eða við atvinnu.
Hægt er að kynna sér þrjár útgáfur af verkfærinu á eftirfarandi slóðum:
www.realkompetence-folkeoplysning.dk
www.realkompetence-forening.dk
www.realkompetence-frivillig.dk

Verkfærið er þróað samhliða öðru rafrænu verkfæri sem er gert til þess að fá yfirlit yfir raufærni sem aflað hefur verið í atvinnulífinu. Það er almenn ferilskrá, undir nafninu, Færnimappan mín ”Min kompetencemappe”, www.minkompetencemappe.dk
Frá þeirri slóð er krækja inn á verkfæri menntamálaráðuneytisins um mat á raunfærni sem aflað hefur verið við félagsstörf.