Vettvangur færni- og starfsþróunar

 

Er umfjöllunarefnið í síðustu greinum í DialogWebs. Sænska ríkisstjórnin hefur falið öllum sveitarfélögum að endurskoða færni starfsmanna sinna og þarfir fyrir þróun með aðstoð færnivettvangs. Í Vermalandi hefur þetta leitt til þess að samstarf á milli vinnuveitenda, fræðsluaðila og vinnumiðlunar er markvissara en áður.
Í Noregi er starfsráðgjöf veitt einstaklingum þeim að kostnaðarlausu og er þar að auki verkfæri fyrir yfirvöld til þess að gera atvinnuþátttöku eins almenna og hægt er. –Okkur ber að aðstoða ráðþega okkar við að finna „réttu hilluna sína“ á vinnumarkaði, segir Kjersti Isachsen, sem stýrir ráðgjafamiðstöðinni í Þelamörk í Skien.

Meira á www.dialogweb.net og skrifið athugasemdir og látið í ljós ánægju ykkar á www.facebook.com/dialogweb.