Viðhorf ungafólksins gagnvart ungmennatryggingu

Jákvæðar hliðar ungmennatryggingarinnar að mati unga fólksins felast í fjölgun valmöguleika og bættrar stöðu ungs fólks. Unga fólkið er jákvætt gagnvart hugmyndinni en telur jafnframt að það sé þörf á að þróa betur hvernig henni er hrint í framkvæmd.

 

Þetta kemur fram í lokaskýrslu verkefnisins Velheppnuð ungmennatrygging (En lyckad ungdomsgaranti) sem finnska ungmennasabandið– Allians gefur út.

Auk skoðunar á viðhorfum ungafólksins var samstarf þeirra aðila sem sjá um framkvæmd tryggingarinnar kannað, hvaða aðgerðir hafa reynst árangursríkar, og hvað komið hefur í ljós að vert væri að þróa frekar. 

Ungmennatryggingunni var komið á í upphafi ársins 2013. Með henni á að tryggja öllum sem ekki hafa náð 25 ára aldri og nýútskrifuðum yngri en 30 ára, starf, pláss í verknámi, á verkstæði eða í endurhæfingu, innan þriggja mánaða frá því að viðkomandi skráir sig atvinnulausan. 

Nánar á Minedu.fi