Vilja fá fyrirlestra í hlaðvarpi

 

Ráðstefna um stöðu upplýsingatækni 2011 var haldin í Osló dagana 17. og 18. október. Á ráðstefnunni voru niðurstöður könnunarinnar (IKT- monitor) kynntar. Könnunin er viðhorfskönnun sem tekur yfir allan Noreg og lýsir stöðu og þróun í notkun á stafrænum verkfærum og miðlum í námi á háskólastigi. Síðasta og jafnframt fyrsta könnunin var gerð árið 2008. Niðurstöðurnar verða aðgengilegar á slóðinni: http://norgesuniversitetet.no/ 
Í könnuninni kemur fram að nánast allir stúdentar notfæra sér stafræn verkfæri og miðla í tengslum við nám sitt. Fræðimenn og kennarar við háskóla notfæra sér stafræn verkfæri og miðla í auknum mæli og á fjölbreyttari máta en þeir gerðu árið 2008.

Nánar á slóðinni Regjeringen.no