Vinnuhópur á að fara yfir fjárhagsaðstæður námmanna með fjölskyldur

 
Stefan Wallin, ráðherra menningar- og íþróttamála sem einnig ber ábyrgð á kerfi námstyrkja- og námslána, hefur skipað vinnuhóp til þess að fara yfir hvernig hægt er að nýta kerfið til þess bæta efnahag þeirra sem eru í námi og eiga fyrir  fjölskyldu að sjá. Hægt væri að bæta kjör námsmanna með fjölskyldur með því að hækka námsstyrki og námslán til þeirra námsmanna sem hafa börn á framfærslu sinni og hækka tekjumörk þeirra  í hlutfalli við fjölda barna og framfærsluaðila. Stefnt er að því að vinnuhópurinn skili inn tillögum sínum til Wallin í apríl 2009.
Meira...