Vinnustaðurinn – gott námsumhverfi

Mikill meirihluti launþega telur að þeir vinni á stað þar sem þeir geta sífellt lært eitthvað nýtt.

 
Meira en helmingur launþega hafði einnig tækifæri til náms sem vinnuveitendur greiddu fyrir og sem auðveldar þeim að inna starf sitt af hendi. Þetta kemur fram í bráðabirgða skýrslu með niðurstöðum úr vinnumarkaðsbarómeternum 2015 sem finnska atvinnu- og efnahagsmálaráðuneytið hefur birt.
Vinnumarkaðsbarómeterinn sýnir jafnframt að gagngerar breytingar urðu á vinnustöðum árið 2015. Um það bil helmingur launþega sagði að verkefni þeirra hefðu verið endurskipulögð eða að nýjar vinnuaðferðir eða ný tölvukerfi hefðu verið innleidd á vinnustaðnum.