Virðing fyrir starfsmenntun eykst í Finnlandi

 

Evrópubarómeterinn var gefinn út þann 7. október sl. og þar er skoðunum íbúa í aðildarlöndunum á starfsmenntun lýst og hver staða hennar og mikilvægi eru. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar sýna að almennt nýtur starfsmenntun minni virðingar en akademískt nám. Virðingin er samt talsvert ólík í löndunum og hið sama á við um skoðanir á gæðum starfsmenntunar í eigin landi.
Í þeim löndum sem starfmenntun nýtur hvað mestrar virðingar, eins í á Möltu, í Austurrík og Finnlandi treysta íbúarnir því einnig að menntunin sé vel við hæfi. Í löndum eins og Lettlandi, Litháen og Slóveníu, þar sem virðingin er minnst efast íbúarnir einnig mest um gæði menntunarinnar.

Nánar: Oph.fi