Virkni fullorðinsfræðslumiðstöðvanna (VUC) hefur aldrei verið meiri en 2011

 

Í skýrslunni kemur fram, að þrátt fyrir að árið hafi einkennst af miklum breytingum hafi rúmlega 100.000 þátttakendur verið á námsleiðum og námskeiðum og heilsársnemendum hafi fjölgað í 26.000 og þeir hafa ekki verið fleiri síðan 2007. Þátttakendum í öllum námstilboðum hefur fjölgað. Markhópurinn er fyrst og fremst þeir yngri eða 16-24 ára. Mat frá Dönsku námsmatsstofnuninni EVA, og Damvad sýna að margir námsmenn, einkum þeir sem leggja stund á nám í frumgreinadeild (HF, Højere forberedelseseksamen), halda áfram námi og að undirbúningsnám fullorðinna (FVU, Forberedende voksenundervisning) og nám á sviði almennrar fullorðinsfræðslu (AVU,Almen voksenundervisning) og einstök námskeið HF eru tilboð sem hæfa þeim sem litla menntun hafa sem og ófaglærðum fullorðnum. Í því ljósi eru fullorðinsfræðslumiðstöðvarnar  í Danmörku VUC afar mikilvægir fræðsluaðilar.

Lesið skýrsluna:
http://ipaper.ipapercms.dk/VUC/VUCSekretariatet/VUCrsrapport2011/