Virtir hagfræðingar leggja mat á norræna módelið

Norræna módelið er fýsileg aðferð til þess að takast á við efnhagslegar og félagslegar áskoranir sem fylgja alþjóðlegri samkeppni, gagngerri tæknibyltingu og hækkandi meðalaldur íbúanna. Þetta er álit virtra norrænna hagfræðinga sem birt er í nýrri skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar.

 
Virtir hagfræðingar leggja mat á norræna módelið Johannes Jansson/norden.org

Í skýrslunni er farið yfir árangur og áhrifavalda í efnahagsmálum norrænu ríkjanna út frá víðu sjónarhorni. Þjóðirnar eru hvorki jafn einstakar né eins líkar og margir telja.  Margar aðrar þjóðir geta státað af jafn góðum eða betri lifskjörum og hjá flestum þeirra eru útgjöld hins opinbera jafn há skattbyrðinni á Norðurlöndunum. Þó hefur norrænu þjóðunum  tekist sérstaklega vel að tryggja í senn góð lífskjör, lítin tekjumun og lágt hlutfall fátækra.   

Meira...