Visbyáætlunin – Eystrasaltsáætlun – Sænsku stofnunarinnar

 
Visbyáætlunin, Eystrasaltsáætlun Sænsku stofnunarinnar er áætlun sem veitir styrki til starfsmannaskipta á milli Svíþjóðar og næstu nágrannaþjóða í austri: Eistlands, Lettlands, Litháen, Póllands, Rússlands, Úkraínu og Hvítarússlands. Markmið áætlunarinnar er að stuðla að auknu samstarfi á sviðum menntunar og rannsókna á milli Svíþjóðar og landanna sem áætlunin tekur til. Sérstök áhersla er lögð á samstarf við Rússland, Úkraínu og Hvítarússland. Visbyáætlunin miðar að því að tengja aðila til þess að efla þátt Svía og menntunar, rannsókna og nýsköpunar á Eystrasaltssvæðinu. Áætlunin er ætluð háskólum auk stofnanna á sviði alþýðu- og fullorðinsfræðslu sem og framhaldsskóla og spannar allar greinar. Frestur fyrir lýðskóla og fræðslusambönd til þess að skila inn umsóknum til Sænsku stofnunarinnar um styrki til fullorðinsfræðslu (hina svokölluðu Visbýáætlun), rennur út þann 1. mars. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Sænsku stofnunarinnar www.si.se/templates/CommonPage____5259.aspx