Átak til þess að koma í veg fyrir útskúfun
Í Svíþjóð stendur efnahagslífið í blóma, atvinnuleysi minnkar og atvinnutækifærum fjölgar. Þar er stefnan að koma í veg fyrir útskúfun og opna þeim sem eiga í mestum erfiðleikum við að komast inn á vinnumarkaðinn tækifæri til þess að fá störf. Þetta staðfesti ráðherra atvinnumála, Sven Otto Littorin, í tilefni þess að á dögunum lagði sænska ríkisstjórnin fram vorfjárlög fyrir þingið.
Svíum er áfram um iðnnám
Iðnnám er einn af möguleikum framhaldsskólans til starfsmenntunar og þar á að minnsta kosti helmingur námstímans að vera úti í atvinnulífinu. Ráðning nemans verður leyfð, sagði ráðherra skólamála, Jan Björklund.
Starfsmenntaháskóla stofnaðir í Svíþjóð
Það er nauðsynlegt að upphefja iðnmenntun í Svíþjóð vegna þess að nú vilja allir unglingar fara í háskóla. Menntamálaráðherra Svía, Lars Leijonborg, og skólamálaráðherrann, Jan Björklund, eru sammála um þetta í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um nýja úttekt um starfsmenntaháskóla sem kom út nýlega. Í starfsmenntaháskóla á öll starfsmenntun að loknu framhaldsskólastigi sem ekki er í boði við aðra háskóla að fara fram.
www.regeringen.se/sb/d/1454
www.regeringen.se/sb/d/8911