West Nordic Studies – Governance and Sustainable Management

 

Þetta er nafnið á nýrri vestnorrænni námsleið sem kennd verður í fyrsta skipti 2015. Námið sem er tveggja ára fullt nám og veitir 120 ECTS einingar, byggir  á samstarfi Háskólans á Færeyjum (sér um samhæfingu), Háskólans á Grænlandi, Háskólans á Akureyri, Háskóla Íslands, og Háskólanum á Nordland á Vesturströnd Noregs.  

Námið verður fjölþjóðlegt og þverfaglegt í stjórnsýslu og sjálfbærri stjórnun veitir stúdentum tækifæri til þess að fjalla um áskoranir sem blasa við Norræna Atlantshafs samstarfinu, NORA  og hafa áhrif á þróun á þróun svæðisins. Þar að auki er námið þannig upp byggt að stúdentarnir geta sett saman eigin feril með námskeiðum við heimastofnunina og viðeigandi námskeiðum frá ólíkum samstarfsaðilum og á þann hátt heimsótt Atlantshafssvæðin. Lau Ø. Blaxekjær, Post Doc við Háskólann á Færeyjum er umsjónarmaður West Nordic Studies.

Meira um West Nordic Studies

og á sameiginlegri heimasíðu