Yfir 300 hafa bætt um betur

 
Tilgangurinn er að auðvelda fólki með starfsreynslu að ljúka löggildu iðnnámi. Skilyrði er að viðkomandi hafi unnið meira en fimm ár í greininni og náð 25 ára aldri. Staða hvers og eins er metin með tilliti til faggreinarinnar og leiðbeint um bóknám. Edda Jóhannesdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá Iðunni fræðslusetri, sagði að margir ófaglærðir en reyndir starfsmenn leiti nú eftir iðnréttindum til að geta farið til starfa í útlöndum. Frá því verkefnið hófst 2007 hafa um 300 manns farið í raunfærnimatið. Milli 50 og 60 af þeim eru þegar komnir með sveinspróf.
www.idan.is/radgjof/bub/