Yfirfærsla á milli menntunar og vinnu

Yfirfærsla sí- og endurmenntunar – Tólf þættir sem tryggja að maður nýti það sem maður lærir er auðlesinn bæklingur um hvernig hægt er að efla yfirfærslu á milli náms og starfs.

 
NVL: 10/2013 NVL Frettir

Miðstöð færniþróunar, NCK, í Danmörku hefur áður safnað niðurstöðum rannsókna á yfirfærslu, þ.e.a.s. þekkingu um hvaða tengsl ákvarða hvort einstaklingur nýtir það sem hann hefur lært. Afraksturinn er birtur í þemaheftinu Transfer mellem uddannelse og arbejde.
NCK hefur í samstarfi við símenntunarmiðstöð verslunarskólans í Friðrikshöfn safnað þekkingu og reynslu um yfirfærslu í notendavænum bæklingi. Í honum er tólf þáttum lýst sem hvetja til yfirfærslu. Þar eru einnig dæmi um verkfæri sem hægt er að nýta til þess að bæta gæði og nýtingu þess sem maður lærir.

Sækið heftið.
Nánar um yfirfærslu á vef NCK.

Maria Marquard
E-post: marq(ät)dpu.dk