Yfirgripsmikið mat á áhrifum af ávinningi endur- og símenntunar - Í tengslum við atvinnu og laun

Mat á áhrifum af ávinningi endur- og símenntunarkerfisins sýnir meðal annars, að þrátt fyrir að vinnumarkaðsnámskeiðin (AMU námskeið), séu afar mismunandi þá fá bæði faglærðir og ófaglærðir hærri laun og framgang í starfi eftir að hafa lokið AMU námskeiði og að AMU hefur einnig jákvæð efnahagsleg áhrif í samfélaginu.

 

Ef litið er til launa og framgangs í starfi bera ófaglærðir bera meira úr býtum en þeir faglærðu. Þá sýnir könnunin einnig að nám á grunn- og framhaldsskólastigi, t.d. einstök námskeið á framhaldsskólastigi og almenn fullorðinsfræðsla drega úr líkum á atvinnu og launum. Þetta skýrist af því að fleiri þátttakendur þar halda áfram í venjulegu námi.

Eftir- og símenntun á háskólastigi, eins og diplómanám auka líkur á atvinnu og launum eftir 1-3 ár og nám á meistarastigi fyrsta að sex árum liðnum.  

 

Könnunin er sú umfangsmesta sinnar tegundar sem gerð hefur verið. Könnunin var gerð af KORA, Miðstöð greininga og rannsókna sambands héraðs- og sveitarfélaga í Danmörku. Lesið um könnunina

Lesið skyrsluna