Yfirstjórn verkmenntaskóla flytur til Västerås

 
– Í Västerås eru góðar aðstæður fyrir þessa nýjus tofnun. Í bænum er rík hefð fyrir iðnaði og þar eru einnig háskólar, segir menntamálaráðherra Jan Björklund.
Framhaldsmenntun í iðn- og starfsnámi sem ekki tilheyrir háskólanámi býðst eftir ýmsum leiðum m.a. sem viðurkennd starfsmenntun (kvalificerad yrkesutbildning, KY) og í formi viðbótarnáms.
Til þess að styrkja ímynd þessara menntunarleiða, tryggja gæði námsins ásamt því að auka réttaröryggi nemenda stefnir ríkisstjórnin að því að leggja fram frumvarp um að setja á fót verkmenntaskóla til þess að sameina þessar menntunarleiðir. Áætlað er að hægt verði að hefja nám í verkmenntaskólanum þann 1.júli 2009. 
Áætlað er að 55 starfsmenn starfi við stjórnsýslu verkmenntaskólanna og að verkefnum verði skipt jafnt á milli Västerås og Hässleholm. Með tveimur skrifstofum mun þekkingin frá KY stofnuninni varðveitast og stofnunin mun geta greint á milli veitingu starfsleyfa og annarra verkefna sem fylgja þarf eftir.
LINK