Þankabanki um færni til framtíðar frá sjónarhóli símenntunar

 
Á Íslandi voru niðurstöðurnar kynntar á fjölmennri námsstefnu á Grand hótel þann 25. október sl. Framsögumenn voru Kristín Ástgeirsdóttir og Harry Bjerkager fulltrúi Noregs í þankabankanum. Í pallborði sátu Guðrún Eyjólfsdóttir SA, Gylfi Arnbjörnsson ASÍ, Anna Kristín Pétursdóttir Vífilfelli, Soffía Gísladóttir Símey, Baldur Gíslason Iðnskólanum í Reykjavík og þingmennirnir Kolbrún Halldórsdóttir og Guðbjartur Hannesson.
Umræðan um færni til framtíðar er farin af stað og verður reynt að viðhalda henni í samfélaginu með áframhaldandi kynningu á niðurstöðum skýrslunnar.
Nánari upplýsingar um verkefnið, skýrsluna og samantekt á íslensku er að finna á www.nordvux.net/page/457/nordisktanketank.htm