Þannig virkar nýi NVL Gæðavitinn fyrir raunfærnimat

Nýjum gæðavita NVL er ætlað að aðstoða fagaðila við að tryggja gæði vinnu við raunfærnimat.

 

Í desember var Norrænn gæðaviti fyrir raunfærnimat kynntur, fimm matstæki í einu. Gæðavitinn mun hjálpa fólki sem vinnur við mat á raunfærni við ákveða á áþreifanlegan hátt hvort raunfærnimatsferli er af nægilega miklum gæðum. Matstækin voru þróuð af neti NVL um raunfærni. Aðalábyrgð á þróuninni bar Anni Karttunen, sérfræðingur í menntamálum sem hefur verið virk í starfi NVL alt frá upphafi árið 2005. Við tölum saman í myndsímtali. Anni Karttunen hefur um nokkurra ára skeið búið í litlu þorpi í Austur-Finnlandi og rekur eigið fyrirtæki sem ráðgjafi í menntamálum.

Um hvað snúast gæði raunfærnimats að þínu mati?

– Þau snúast um þrennt. Í fyrsta lagi um góða forystu, bæði hvað varðar stjórnun og skipulag. Næst er að matsferlið sjálft sé vel skipulagt og skilmerkilegt. Í þriðja lagi varðar það einstaklingana, að fyrir hendi séu faglegir umsjónarmenn, matsmenn, verkefnastjórar og aðrir sérfræðingar til að framkvæma raunfærnimatið, segir Anni Karttunen.

Fyrsta stafræna verkfærið

Frá 2010 hefur raunfærnimatsnetið gefið út margar ólíkar skýrslur og rit sem eiga að auðvelda fagafólki að meta þekkingu og færni fólks, sem dæmi má nefna Valiguide, Gæðalíkan fyrir raunfærnimat á Norðurlöndum og Vegvísi 2018.

– Sem eru öll á pdf eða pappírs formi og það hefur verið erfitt að miðla þeim. Þar að auki eru sum þeirra orðin úrelt. NVL fól mér þetta verkefni og ég naut aðstoðar vefhönnuðar sem sá um tæknilegu hliðina. Ég gætti þess að gæðavitinn yrði eins notendavænn og mögulegt er, segir Anni Karttunen.

mats og sjálfsmatsverkfæri Svona er viðmótið sem blasir við þegar þú skráir þig inn í Norræna gæðavitann.

Fimm ólík verkfæri tilheyra Gæðavitanum: Eitt fyrir þá sem koma að ákvörðunum, þeir fá aðstoð við að koma auga á veikleika og tækifæri til þróunar eigin kerfis. Eitt fyrir þá sem bera ábyrgð á gæðum, eins og til dæmis stjórnendur og verkefnastjórar. Þar að auki eru þrjú mismunandi sjálfsmatstól fyrir þá sem framkvæma matið, matsaðila, rágjafa og verkefnastjóra. Þeim sem byrja að nota vitann birtast ólíkar fullyrðingar. Þeir eiga að velja þá sem passar eigin starfsemi best. Tilgangurinn er að kortleggja hvaða þekking liggur fyrir. Til dæmis að greina á milli hugtakanna formlegt, óformlegt og formlaust nám. Annað dæmi er hvort unnt er að greina mismunandi námsstíla. Þegar allt hefur verið fyllt út fær notandinn aðgerðaráætlun með grafískum töflum.

– Þeir sem hafa notað verkfærið fá persónulegan aðgang þar sem öll svör eru vistuð. Þetta gerir þeim kleift að fara tilbaka og bera nýjar niðurstöður saman eldri, og sjá hvort þeim hefur farið fram með tímanum segir, Anni Karttunen.

Hún segir að sumum matsaðilum hafi þótt verkfærin aðeins of ítarleg. En með of fáum svarmöguleikum er einnig hætta á að gæði sjálfsmatsins rýrni.

– Aðalatriðið er að gæðavitinn á að vera gagnlegur fyrir alla sem koma að raunfærnimati innan mismunandi menntageira, segir Anni Karttunen, og bætir við að niðurstöðurnar megi nýta sem viðmið, með öðrum orðum að bera saman niðurstöður starfsemi af sama meiði.

nordic-quality-compass.jpeg Norrænn gæðaviti.

Norðurlandabúar leggja meiri áherslu á notagildið enn þeir evrópsku

Anni Karttunen starfaði í mörg ár að menntamálum erlendis meðal annars í Úkraínu, Kósovó, Makedóníu, Rússlandi og Egyptalandi. Hún segir að greinilegur munur sé á Norðurlandabúum og íbúa annarra landa, við leggjum meiri áherslu á notagildið á meðan íbúar hinna landanna sökkva sér niður í fræðilegan málaflutning.

Norrænn gæðaviti

 

Norræni gæðavitinn er verkfærakista sem gagnast raunfærnimatsstarfsemi, stefnumörkun og viðburðum jafnt og færni þeirra sem koma að mati á raunfærni einstaklinga.

– Eitt dæmi um það sem ég vísa oft til á við um hugtakið þögul þekking, það er að segja þekkingu og hæfni sem einstaklingurinn hefur ekki tileinkað sér í tilteknu námsumhverfi en er hann býr samt yfir. Í Finnlandi tökum við oftast hagnýtt dæmi eins og um bakara sem kann að nota viðarofn og notar ekki hitamæli, en finnur með höndunum hvenær hitinn er réttur. Á Norðurlöndunum kunna margir að meta svona áþreifanleg dæmi en í austurblokkinni eru menn uppteknari af mismunandi kenningum um þögla þekkingu.

Gæðavitinn var tilbúinn í desember 2020. Þegar þetta er skrifað er hann aðeins til á ensku, en unnið er að þýðingu hans yfir á norrænu tungumálin. Þegar þýðingum verður lokið er á áætlun að halda tvær vefstofur í Finnlandi.