Þátttaka í klösum og netum felur í sér samstarf sem leiðir til virðisauka og nýskapandi lausna

 

Stjórn rannsókna og nýsköpunar hefur framkvæmt greiningu sem leiðir í ljós að klasar og net eiga ríkan þátt í nýsköpun og færniþróun innan fyrirtækja. Klasar og net leika miðlægt hlutverk í aðgerðum ríkisstjórnar og sveitarfélaga til þess að örva vöxt, nýsköpun og rannsóknir. Greiningin leiðir í ljós að aðgerðirnar beri ætlaðan árangur.

Í Danmörku eru um það bil 50 klasar, hópar fyrirtækja sem hafa sameinast rannsókna- og menntastofnunum og öðrum aðilum í því sjónarmiði að skapa sér samkeppnisforskot. 22 klasar virka einnig sem nýsköpunarnet, þar sem tilgangurinn er að byggja brú á milli þekkingarstofnana og lítilla og meðalstórra fyrirtækja á sviðum þar sem dönsk fyrirtæki standa styrkum fótum og rík tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi.

Í klösunum hittast fulltrúar fyrirtækjanna koma á samböndum, miðla þekkingu, stofna til samstarfsverkefna um færniþróun, miðlun og alþjóðavæðingu.

Klasarnir eiga þátt í að efla nýsköpun og færniþróun í stórum, meðalstórum og litlum fyrirtækjum, í litlu fyrirtækjunum eru áhrifin á vöru- og ferliþróun meiri en stærri fyrirtækja. Þá hafa klasarnir haft áhrif í sex sinnum fleirum litum fyrirtækjum en stórum.  

Lesið frétt Mennta- og vísindaráðuneytisins hér: http://ufm.dk/aktuelt/markant-effekt-af-virksomhedernes-deltagelse-i-klynger-og-netvaerk

Lesið alla könnunina hér: http://ufm.dk/publikationer/2015/filer/effekter-af-virksomheders-deltagelse-i-klynger-og-innovationsnetvaerk-pdf.pdf

Lykilorð: Nýsköpun, færniþróun, atvinnulíf

Tinne Geiger