Þau eiga að aðstoða börn við að bæta leikni sína í lestri og ritun

 

Karolina Matras, sem rannsakar lestur og Katrin Næs, sem rannsakar tugumál sem skipulögðu námið og báru á því ábyrgð.
Verkefnin sem bíða hinn nýútskrifuðu lestrarráðgjafa felast m.a. í því að koma á lestrarráðgjöf í skólum. Í ráðgjöfinni felst þróun, samhæfing og mat á kennslu í lestri og ritun. Þar að auki eiga þeir að veita kennurum ráðgjöf um innihald, aðferðir og kennsluefni varðandi lestur og ritun, bæði fyrir einstaka nemendur og heila bekki. Lestrarráðgjafinn á einnig að vera stjórnendum skólans til aðstoðar í málefnum sem varða lestur og ritun jafnframt því að hrinda í framkvæmd nýjum lestrarherferðum í skólanum.
Meginmarkmið starfs leiðbeinandans er að fylgjast með lestrarleikni hvers barns og þörf fyrir stuðning. Með starfinu gefst tækifæri til þess að grípa inn í  lestrarörðugleika barna, greina vandamálin svo hægt sé að veita kennurum og foreldrum ráðgjöf um hvernig þeir í sameiningu geta stutt barnið til þess að efla grunnleikni sína í lestri og ritun auk þess að vinna að þroska barnsins á þessu sviði.

Nánar: www.portal.fo