Þekking á sjálfbærni – verkefni alþýðufræðslunnar?

 
Þann 22. október sl. hittist hópur sérfróðra til þess að fjalla um hvaða nám er nauðsynlegt til þess að hægt sé að byggja upp sjálfbært velferðarþjóðfélag. Vinnufundurinn var haldinn í Osló í samvinnu Idèbanken og NVL. Í hópnum voru 17 einstaklingar sem vilja taka þátt í áframhaldandi samstarfi og byggja á ramma um áratug Sameinuðu þjóðanna og Balanseakten (Norrænt samstarf um menntun til sjálfbærrar þróunar). Meðal markmiða hópsins er að draga fram góð dæmi um námstilboð frá mörgum sviðum og hvetja til frekara samstarfs.
Frekar upplýsingar um sjálfbæra þróun á Norðurlöndunum er á slóðinni:
www.nordvux.net/page/36/hallbarutveckling.htm