Þekkingarfyrirtæki

 
Norræna ráðherranefndin mun í samstarfi við Þekkingarráðuneytið í Noregi reyna að varpa ljósi á hugtakið með því að kynna rannsóknir, dæmi um fyrirtæki sem skara fram úr og samstarfsverkefni á ráðstefnu á Rica Værnes dagana 16. og 17. nóvember næstkomandi. Á dagskrá er fjöldi áhugaverðra erinda um: Þekkingarfyrirtæki og opinber rammaákvæði, Reynslu af rannsóknaráætlun (KUNNE), Dæmi um þekkingarfyrirtæki frá  Aker Verdal, Norrænt rannsóknaverkefni um lestrar- og ritunarvandkvæði, BKA- áætlunina um grunnfærni í atvinnulífi (Program for
basiskompetanse), Færnitröppurnar og margt fleira.
Frekari upplýsingar um ráðstefnuna veitir Sigrun.Rostad(ät)vox.no.