Æfingabúðir í Þórshöfn beina sjónum að færni til nýsköpunar í norrænum sjávarútvegi

 

Smiðjan bar yfirskriftina „Nordic Innovation Marine Marketing Project (NIMMP)“ var haldin í Færeyjum dagana 29. október til 2. nóvember 2012, var hönnuð í samstarfi norrænna fyrirtækja í sjávarútvegi. Meginviðfangsefnið fólst í þeim áskorunum sem blasa við rekstrinum. Niðurstöður vinnunnar verða birtar í skýrslu sem nýtist fyrirtækjunum til þess að takast á við áskoranirnar á frumlegan hátt. Nýsköpunartillagan sem bar sigur úr býtum var “Nordic Fish Trace”.
NIMMP er samstarfsverkefni Háskólans í Færeyjum, Nýsköpunar- og frumkvöðlasetrinu Innovit á Íslandi, Stardust-CBS i Danmörku, Landbúnaðarháskólans að Ási í Noregi, Sænska landbúnaðarháskólans auk Nordic Innovation. Gestgjafi nýsköpunarsmiðjunnar var Gestur Hovgaard verkefnastjóri og lektor við Háskólann í Færeyjum.

Meira á færeysku á Setur.fo