Þörf á endurskipulagi fullorðinsfræðslunnar á Álandseyjum

 
Verkefni nefndarinnar fólst í því að greina stöðu, hlutverk og ábyrgð fullorðinsfræðslunnar og undirbúa frumvarp til laga um fullorðinsfræðslu. Nefndin staðfestir að þörf sé á að endurskipuleggja
Fullorðinsfræðsluna með það að markmiðið að auðvelda einstaklingum yfirsýn yfir tilboð, áframhald og tækifæri.
Inntakið í skipulaginu þurfi að taka yfir lög og  reglugerðir, upplýsingar, ráðgjöf og raunfærnimat. Það þarf enn fremur að taka mið af bæði þörfum einstaklinga sem og eftirspurn atvinnulífisins og jafnframt ber að leggja áherslu á samstarf og deilingu ábyrgðar mismunandi aðila.
Nefndin staðfestir að þörf sé fyrir starfsáætlun til þess að hrinda tillögunum í framkvæmd. Þá hvetur nefndin til þess að fullorðinsfræðslan verði samræmd nýjum framhaldsskólans en leggur ríka áherslu á mikilvægi þess að tekið verði tillit til sérstakra þarfa og marka fullorðinna. Sérstaklega verði skilgreint svið sem er í miklum vexti og stafar af innflutningi fólks með annað móðurmál en sænsku á síðustu árum.
Fljótlega verður hægt að nálgast niðurstöður nefndarinnar á rafrænu formi á slóðinni:
www.regeringen.ax/utbildning_kultur/index.pbs