Þörf er fyrir norrænt samstarf um grunnleikni

2016 veita Finnar Norðurlandasamstarfinu formennsku. Þann 26. maí var haldin norræn sérfræðingamálsstofa um grunnleikni í Helsinki.

 

Sérfræðingar hvaðanæva Norðurlanda hittust i Helsinki á mástofu sem finnska mennta- og menningamálaráðuneytið bauð til undir formennsku Finna í Norðurlandasamstarfinu. Þema málstofunnar var grunnleikni í menntakerfinu og í atvinnulífinu. Meðal þess sem fjallað var um var hvort þörf væri fyrir net innan NVL um þemað. Svante Sandell, fulltrúi Svía í NVL kynnti uppkast skýrslu sem vinnuhópur sem kannað hefur þörf fyrir slíkt net hefur samið.

Fyrsta lauslega niðurstaðan staðfestir að svo sé. Graciela Sbertoli sem hefur verið í vinnuhópnum telur að til þess að það þjóni tilgangi, þurfi netið fá skýrt umboð, kanna sí- og endurmenntun kennara, vinna í nánu samstarfi við önnur net NVL og vera skipað fulltrúum stjórnvalda. Að mati Gracielu verða aðilar í netinu frá upphafi að vera sammála um mikilvægustu sameiginleg þemu. Helsta áskorunin felst í því að hópurinn þarf að vera skipaður embættismönnum en um leið vera uppspretta ítarefnis. Andstæður en jafn mikilvægar.