Æðri menntun á Norðurlöndum kortlögð

 

Norræna kortlagningin er hluti af ESB-verkefninu (U-Map) sem felst í því að kortleggja æðri menntastofnanir. Lýsingar á rúmlega 100 háskólum á Norðurlöndum eru nú skráðar og aðgengilegar í evrópskum gagnagrunni. „Kortlagningin gerir námsmönnum kleift að bera saman menntun í norrænum háskólum við menntun í evrópskum háskólum.   Fleiri evrópskir námsmenn geta nú fundið menntun á Norðurlöndum sem hentar þeim“, segir Halldór Ásgrímsson framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

Meira: Norden.org