Þríhliða samningur á milli ríkisstjórnarinnar og aðila atvinnulífsins

Ríkisstjórn Danmerkur og aðilar atvinnulífsins hafa gert með sér nýjan þríhliða samning sem ætlað er að styrkja fullorðins- og endurmenntun.

 

Um það bil 2,5 milljörðum danskra króna verður varið til sviðsins. Miðlægt í samningnum er óskin um að styrkja hreyfanleika og sveigjanleika sí- og endurmenntunarkerfisins til þess að auðvelda samþættingu á færni einstaklinga við breyttar kröfur atvinnulífsins. Í samningnum er lögð áhersla á að efla bæði þróun færni ófaglærðra og faglærðra. Meðal þess sem felst í samningnum er:

  • Að styðja við hreyfanleika á vinnumarkaði – 400 milljónum danskra króna verður veitt í aðlögunarsjóð fyrir ófaglærða og faglærða sem vilja breyta um starfsvettvang og fá tækifæri til þess að mennta sig að eigin frumkvæði.
  • Fyrirtæki heimsótt, lagt er til að 100 milljónum DKK verði varið til þess að heimsækja fyrirtækja til þess að efla kerfisbundna vinnu við styrkingu grunnleikni, svo sem læsi, talnalæsi og lesblindu. 
  • Styrkja vinnumarkaðsnámskeið – til þess verður 420 milljónum varið.
  • Þróun fullorðins og endurmenntun (VEU) og styrkja nýtingu á raunfærnimati.
  • Einn inngangur að fullorðins og endurmenntunarkerfinu (VEU) – ráðgjöf og upplýsingar um tilboð um endurmenntun og umsóknir um styrk til náms í kerfinu.

Meira