Þrír skólar verða fluttir og stofna á nýja símenntunarmiðstöð

 
Grænlenska heimastjórnin hefur ákveðið að flytja Veiði- og fiskveiðiskólann frá Uummannaq i Norður-Grænlandi og Sjómannaskólann frá Paamiut í Suður-Grænlandi til Nuuk. Þar verður nýrri menntastofnun á sviði sjómennsku komið á laggirnar þar sem hægt verður að nýta fjármagn og auðlindir betur. Flutningurinn sér einnig í aukinni hagkvæmni í rekstri stofnunarinnar því hægt verður að samnýta kennara sem skapar betra faglegt umhverfi. Þar að auki verður bæði ein sameiginleg skólastjórn sem og náms- og starfsráðgjöf . Í staðinn verður ný símenntunarmiðstöð stofnuð í Uummannaq á sviði óendurnýjanlegra náttúruauðlinda, þar sem boðið verður upp á umskólun, færniþróun, og námskeiðahalds einnig í fjarkennslu. 
Járn- og málmskólinn í Nuuk á að flytja til Sisimiut í Norður-Grænlandi þar sem fyrir eru Bygginga- og mannvirkjaskólinn, Námavinnslumenntun og Artek-samstarfið (Miðstöð um Norðurheimsskautstækni, í samstarfi grænlenskra yfirvalda og Danska Tækniháskólans i Lyngby). Þannig á að sameina tæknimenntun á einum stað um leið og veittur er aðgangur að umhverfi fyrir þróun menntunar og rannsókna með sama markmiði um að samnýta kennara, fjármagn og auðlindir betur og efla hagkvæmni við rekstur stofnananna.