Þrjár nýjar greina í DialogWeb

 

Ingegerd Green, sjálfstæður ráðgjafi og sérfræðingur, varpar í sinni grein fram spurningum um hvernig hægt er að ná góðum árangri í glímunni við þær áskoranir sem blasa við samfélaginu og vinnumarkaði. 
Karen Brygmann skrifar viðtal við Anne Liveng lektor og námsstjóra við háskólann í Hróarskeldum. Anne sat í norrænum hópi fræðimanna sem greindu hvað einkennir velheppnuð fræðsluverkefni á sviði fullorðinsfræðslu í norrænu löndunum.
Helena Flöjt-Josefsson ræddi um raunfærnimatskerfið á Álandseyjum við Peter Strandvik sem starfar við mennta- og menningarmálaráðuneyti landsstjórnarinnar á Álandseyjum .

Lesið greinarnar á www.dialogweb.net og tjáið ykkur um þær á Fésbókinni!