Þrjú hundruð ráðningar: Þrettán hundruð störf

 

Þegar hefur verið gengið frá um 300 ráðningum langtímaatvinnuleitenda innan verkefnisins af um 1.800 sem eru skráðir í verkefnið. Mikil vinna er framundan hjá ráðgjöfum og vinnumiðlurum við miðlun hinna í þau tæplega 1.000 störf sem óráðið er í en tæplega 100 störf hafa verið afskráð úr verkefninu án ráðningar.
Jafnt og stöðugt streymi er af nýjum og fjölbreyttum störfum inn í verkefnið en frestur atvinnurekenda til að skrá inn störf með hámarksstyrk rennur út hinn 31. mars. nk. Fyrir störf skráð inn síðar lækkar styrkurinn í 90% af grunnbótum ásamt lífeyrissjóði.

Meira: www.lidsstyrkur.is/