Þróun á námi í náttúruvísindum á Grænlandi

Innan tíðar verður í fyrsta skipti hægt að leggja stund á nám í líffræði á háskólastigi á Grænlandi. Þetta verður gert í samstarfi Náttúrustofnunar, Háskólans í Árósum og Manitoba háskóla í Kanada, en þar er samstarf eftir Artek-líkaninu þegar hafið.

 

Innan tíðar verður í fyrsta skipti hægt að leggja stund á nám í líffræði á háskólastigi á Grænlandi. Þetta verður gert í samstarfi Náttúrustofnunar, Háskólans í Árósum og Manitoba háskóla í Kanada, en þar er samstarf eftir Artek-líkaninu þegar hafið.

Heimastjórnin hefur áform um að taka frá rekstrarfé frá Ilisimatusarfik (Háskólanum á Grænlandi) þar sem menntunin á að fara fram og Náttúrustofnuninni á Grænlandi. Með því að tengja saman náttúruvísindi og heilbrigðisrannsóknir er ætlunin að leggja grunn að nýskapandi kennslu- og rannsóknaumhverfi. Með samstarfi um þverfaglegar rannsóknir á mikilvægum sviðum eins og lýðheilsu, næringarfræði og umhverfi á að efla rannsóknaumhverfi samfélagsins, á sviði heilbrigðismála, náttúruvísinda og umhverfismála. Frumkvæðið að verkefninu átti stjórn Náttúrustofnunarinnar og þegar hefur verið sótt um framlög frá ýmsum sjóðum til þess að hægt verði að opna nýja byggingu árið 2015.

Minik Hansen

E-post: mh(ä)suliplus.gl